Nýtt námskeið ætlað þér sem ert að tækla þetta nýja og skemmtilega.. en þó krefjandi.. hlutverk að vera stjórnandi!
Það að verða stjórnandi í fyrsta sinn eru ákveðin tímamót og margt sem getur komið á óvart.
Nýtt hlutverk, nýjar væntingar og ný ábyrgð geta vakið annars vegar eftirvæntingu og tilhlökkun...
en jafnframt efa og óöryggi.Á þessu námskeiði vinnum við með þrjú þemu, eða tegundir áskorana
sem við þurfum að læra að tækla í þessu nýja hlutverki...

Að verða stjórnandi kemur yfirleitt í framhaldi af því að hafa staðið sig vel í hlutverki fagmanneskju eða sérfræðings.Við ályktum oft að færni sérfræðingsins hafi undirbúið okkur vel fyrir stjórnendahlutverkið.Það er hinsvegar ekki alltaf rétt og mörg okkar upplifa nýja hlutverkið sem mjög krefjandi - að við þurfum öðruvísi færni og nálgun.Mikilvægt hugarfar er að leyfa sér að nálgast nýjar aðstæður sem byrjandi - með opnum huga og forvitni - að sjá með ferskum augumHér köfum við vandlega í þá þætti sem gera okkur betri í að leiða okkur sjálf í þessum nýju aðstæðum.
Að verða stjórnandi með ábyrgð á öðrum kollegum og teymum breytir óhjákvæmilega tengslum okkar við fólk og getur haft áhrif á dýnamík teymisins.Hér köfum við djúpt í hvernig við mætum við til leiks þannig að við sköpum sem best skilyrði fyrir teymi að þróast og ná árangri.


Sem stjórnenendur fáum við aukna yfirsýn í reksturinn og hvernig vinnuframlag bæði einstaklinga og teyma hefur áhrif á heildarárangur vinnustaðarins.Hér vinnum við með þá mikilvægu þætti sem gefa okkur þessa auknu yfirsýn og hvernig við sem stjórnendur getum meðvitað haft leiðandi áhrif á starfsemina og reksturinn.
"Á meðan vinnustaðir heimsins hafa farið gegnum ótrúlegar og sögulegar breytingar, þá hefur stjórnun sem fag nánast staðið í stað í yfir 30 ár."
Gallup - "Its the Manager"
Aðal ástæða þess að fólk segir upp eða þrífst ekki í starfi hefur fremst með gæði sambandsins við nánasta stjórnanda eða teymisleiðtoga að gera.
"70% af breytileikanum í virkni eða þátttöku starfsfólks má rekja beint til stjórnandans eða teymisstjórans."- Ein af lykilniðurstöðum Gallups
Góðir stjórnendur gegna lykilhlutverki í að gera vinnustaði góða
og lokka fram það besta úr starfsfólki
Námskeiðið "Stjórnandi í fyrsta sinn" er nýtt námskeið á Íslandi, en þó ekki nýtt. Það er aðlagað og þróað að sænskri fyrirmynd - einu vinsælasta námskeiði um árabil sem undirbýr fólk fyrir að verða stjórnendur í Svíþjóð fyrir sitt nýja hlutverk.Námskeiðið gengur útfrá því að við höfum það flest í okkur að verða fyrirmyndar stjórnendur og er ankerað í að ná tökum á þeim lykiláskorunum sem allir sem taka að sér stjórnendahlutverk þurfa að tækla og ná árangri með.Ísland er þó ekki Svíþjóð, og vissar áskoranir þarlendis geta birtst öðruvísi hér, og vissar áskoranir geta verið al-íslenskar.Við leitum nú að litlum hópi fólks sem er tilbúið að vera með okkur í að keyra frumútgáfu hér á Íslandi - að hjálpa okkur að fínslípa efnið og einnig að ankera námskeiðið í þeim raunáskorunum sem nýjir stjórnendur á Íslandi horfast í augu við.Sért þú tilbúin að slást í þennan hóp, þá býðst námskeiðið þér á 50% kjörum.
Yfirlit Námskeiðs
1 hluti: Að Leiða Sjálfan Sig
Hlutverk Stjórnandans
Stjórnun gegnum tíðina
Árangursrík Stjórnun
4 Sjálf Leiðtogans
Betri Samskipti
Markþjálfandi nálgun á stjórnun
2 hluti: Að Leiða Teymi
Að þróa vinnuhópa og teymi
Að setja skýr markmið
Hvatning og hvetjandi hegðun
Skýrar leikreglur
Hagnýt atferlisfræði fyrir stjórnendur
Endurgjöf sem virkar
3 hluti: Að Leiða Rekstur
Vinnuumhverfið og ábyrgð stjórnenda
Grunnatriði Vinnuréttar
Skipulag og forgangsröðun
Verkstýring og eftirfylgni
Mismunandi samtöl stjórnenda
Krefjandi samtöl og ágreiningar
Ath að flest stéttarfélög taka þátt í að niðurgreiða námskeið sem efla þig í starfi
Hverjir eru leiðbeinendur námskeiðsins?

Lella Erludóttir elskar að gera vinnustaði mannlegri og styðja við fólk að lokka fram sitt sannasta og besta sjálf í starfi.Lella er PCC markþjálfi og hefur fjölbreyttan bakgrunn og reynslu frá markaðsmálum, mannauðsstjórn, strategíustarfi og að styðja við leiðtoga og stjórnendur í viðskiptalífinu.

Helgi Guðmundsson hefur ástríðu fyrir hjálpa stjórnendum og vinnustöðum að skapa umgjörð og menningu þar sem fólk og teymi geta þrifist og mætt til leiks með sitt besta.Helgi er fyrirtækjaþjálfi með bakgrunn í vinnu- og fyrirtækjasálfræði og með mikla reynslu af agile- og lean nálgunum á stjórnun, mannauðsstjórn, þróun öflugra vöruteyma og vöruþróun.
Fylltu í formið til að skrá þig í pilot hópinn okkar núna í November.Námskeiðið eru 3 heilir dagar þar sem við reiknum með að keyra fyrstu tvo dagana í undir lok Nóvember, og svo þriðja daginn í byrjun Janúar.
© Novis - Allur réttur áskilinn
Þú munt heyra frá okkur fljótlega uppá næstu skref.
Yfirlit Námskeiðs